Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 23 Bridge f slandsbankamótið í bridge: Sveit Landsbréfa varði titilinn Sveit Landsbréfa sigraði með yfir- burðum í úrslitakeppni íslandsmóts- ins í bridge sem haldin var um bæna- dagana. Sveitin hlaut 191,5 stig af 225 mögulegum, eða rúmlega 20 stig að meðaltah í leik. Tíu sveitir öðluðust þátttökurétt í úrslitakeppninni, en fljótlega kom í ljós að sveit Landsbréfa myndi verja titilinn frá því í fyrra. Eftir þrjár fyrstu umferðirnar hafði sveitin 74 stig af 75 mögulegum og eftir átta umferðir var titilinn i höfn. Sveit Ólafs Lárussonar skaust upp í annað sætið mörgum að óvörum, eftir slakt gengi í fyrstu umferðun- um. Náði hún þar með að brjóta upp heföbundna röð A-sveitanna. í þriðja sæti varð sveit VÍB og fjórða sveit S. Ármanns Magnússonar. íslandsmeistarar 1995 eru Jón Baldursson, Sævar Þorbjömsson, Guðmundur Páll Amarson, Þorlák- ur Jónsson og Sverrir Ármannsson. Þeir fjórir fyrstnefndu skipa lands- hðið ásamt Jakobi Kristinssyni og Matthíasi Þorvaldssyni, sem spiluðu í sveit S. Ármanns Magnússonar. Lokastaðan í mótinu var þessi: 1. Sveit Landsbréfa 191,5 2. " Ólafs Lárassonar 159 3. " VÍB 153,5 4. " S. Ármanns Magn. 147 5. " Samvinnuferða 144,5 6. " Hjólbarðahahar 133 7. " Roche 121,5 8. " Metró 102 9. " Bridgef. Kópavogs % 10." Borgeyjar 83 Eins og mörgum er kunnugt spila Jón og Sævar sagnkerfi, þróað úr Precision, nefnt ICE/Relay, sem byggist á sterku laufi, síðan spum- ingum um skiptingu og kontról. Ná Með Sævar og Jón n-s og Hauk Ingason og Jón Þorvarðarson í sveit Roche a-v gengu sagnir á þessa leið: (4) 5 tíglar og 4 lauf (5) 5 kontról Slemman er mjög góð, með tígul- kóng réttum og trompunum 3-2, þá vinnast líklega sjö. Svo var ekki í þetta sinn, slemman tapaðist og 11 impar út, því á hinu borðinu létu Gylfi og Sigurður B. sér nægja þrjú grönd og unnu fjögur. Suður tlauf 2 tíglar(2) pass 2 grönd(3) pass 3hjörtu(4) pass 4 lauf(5) pass pass Vestur Norður Austur pass 1 hjarta(l) pass 2 hjörtu pass 31auf pass 3spaðar pass 61auf pass Laufið var sterkt og eitt hjarta neit- aði einspih og fimmht. Venjan er að sterka höndin spyiji þá veiku, en Jón sneri því við með tveggja tígla sögn- inni: (1) Neitar einspili og fimmht (2) 0-1 hjarta, 2-4 spaðar (3) 3 spaðar og 1 hjarta Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Umsjón Stefán Guðjohnsen Sveit Landsbréfa hafði óvenjulega yfirburði á íslandsbankamótinu í sveitakeppni, skoraði 21,3 stig að meðaltali í leik. Spilarar í sveitinni eru, frá vinstri talið: Jón Baldursson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Sverr- ir Ármannsson og Sævar Þorbjörnsson. DV-mynd EJ þeir oft fleiri slemmum en aðrir, sem skapar sveiflur inn og út. Jóni var þessi minnisstæð: S/0 ♦ K2 V Á1052 ♦ 975 + ÁD72 * G9753 V 9876 * K102 * 8 * 1064 V KDG3 ♦ G4 + 10953 * ÁD8 V 4 ♦ ÁD863 + KG64 ____________________Merming Páska- barokk Kópavogskaupstaður stóð að tónleikum í Gerðarsafni sl. laugardag. Þar komu fram þau Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir sem léku á barokkflautur, Örnólfur Kristjánsson, sem lék á barokkselló, og Christine Lecoin sembaheikari. Á efnisskránni voru tvær aríur eftir Hándel auk verka eftir Bach. Aríurnar tvær eftir Hándel, Flammende Rose og Susse stihe em úr Neun deutsche Arien fyrir sópran, fiðlu (eða flautu) og fylgirödd. Aríum- ar vom báðar ákaflega fahega fluttar. Ákveðinn léttleiki, mikh ná- kvæmni og tilfmning einkenndu flutninginn og má raunar segja það um flutning ahrar efnisskrárinnar þessu sinni. Christine Lecoin lék Svítu fyrir sembal í e-moh BWV 996. Verkið er í sex þáttum og lék hún það með sérlega skemmtilegri hryn. Hið vel þekkta Tórúist Áskell Másson Bourée var mjög vel leikið og lokaþátturinn, Gígan, var glæshegur í flutn- ingi Christine. Þau Guðrún og Martial fluttu ásamt Ömólfi og Christine, Tríósónötu BWV 1028 í D-dúr eftir Bach. Hér var um frábæran flutning að ræða. Samleikur þeirra Guðrúnar og Martials var einkar vel útfærður og ástæða er einnig að geta góös leiks Ömólfs á sehóið. Verkið er í fjórum þáttum og var hið snúna Ahegro í lokin leikið af leiftrandi gleði og jafnframt miklu öryggi. Marta söng flögur lög úr Söngbók Schemelhs eftir Bach og gerði það mjög vel, en hápunktur söngs hennar að þessu sinni var er hún söng aríuna Blute nur úr Mattheusarpassíunni og Ich folge dir úr Jóhannesarp- assíunni. Rödd hennar og sviðsframkoma er gædd miklum þokka. Öndun- in er átakalaus og fókus og tærleiki tóns góður. Artikúlasjón er skýr og textaframburður einnig. Síðastnefnda arían var hápunktur þessara tón- leika er ahir flytjendurnir lögðust á eitt og skiluðu af miklu hstfengi þess- ari að mörgu leyti óvenjulegu aríu Bachs. Kópavogskaupstaður má vel við ima að búa yfir slíkum listamönnum sem hér fóm. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumariö 1995,Umsóknir á þar til gerðum eyðublööum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi föstudaginn 28. apríl 1995. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði Auk húsanna eru 10 tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 26. maí til 15. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 28. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur V________________________________________________________________________/ lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.